Viðskipti erlent

Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er þetta stærsta innköllun bíla í sögunni. Um er að ræða 1,1 milljón bíla af gerðinni Ford Windstar, en nokkrir þeirra hafa þegar brunnið og 3,4 milljónir af gerðinni Ford Lincoln og Mercury.

Samkvæmt frétt á AP eru hinir innkölluðu bílar einkum minni pallbílar og fjórhjóladrifnir bílar. Árgerðirnar eru frá 1992 til 2003.

Ford hvetur eigendur Ford Windstar að láta þá standa utandyra þar til hnappurinn hefur verið lagfærður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×