Heimabrúk Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 31. ágúst 2009 06:00 Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni að orð Bjarna Benediktssonar um að ríkisstjórnin verði að segja af sér, fallist Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvara Alþingis við Icesave-samningana, eru til heimabrúks í Valhöll. Þau þjónuðu ekki öðrum tilgangi en að vekja almennum sjálfstæðismönnum þá von í brjósti að ríkisstjórnin kynni að hrökklast frá á næstu vikum og að þeirra menn settust að völdum á ný. En hvað má segja um upphaf ræðu Steingríms sjálfs á flokksráðsfundi VG á Hvolsvelli á föstudag? Auðvitað var það ekki til annars en heimabrúks að segja enn og aftur að VG sé að hreinsa upp eftir tveggja áratuga óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Sá frasi virðist ætla að endast Steingrími lengi. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG vonaðist eftir breiðri samstöðu í þinginu um Icesave-málið. Þegar til kastanna kom var málið samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna einna. Hjáseta flestra þingmanna Sjálfstæðisflokksins var til heimabrúks. Það harma stjórnarliðar. Í október var kallað eftir breiðri þingsamstöðu um neyðarlögin. Þá sátu þingmenn VG hjá. Hvers vegna skyldi það nú hafa verið? Ræða Steingríms á Hvolsvelli var annars um margt ágæt. Hann benti á að fullt af fólki væri aflögufært og gæti aðstoðað aðra í kringum sig. Þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagserfiðleikum almennings er nauðsynlegt að hafa þetta í huga. Jafn nauðsynlegt er að stjórnvöld ígrundi öll úrræði vel. Sjálfsagt er að reyna að koma til móts við þá sem eiga í miklum vanda eftir efnahagshrunið og kölluðu hann ekki yfir sig með óvarlegum lántökum. Á hinn bóginn er ekki jafn sjálfsagt að fólk sem skuldsetti sig úr hófi fram njóti opinberrar fyrirgreiðslu til að geta haldið í hús og bíla. Það gengur ekki að menn skýli sér á bak við hrunið ef vandræðin koma því ekki við. Orð Steingríms um bankana eru hins vegar sérstök. Hann sagði þá skipta gríðarlegu máli, ekki sem fyrirtæki til þess að græða peninga heldur sem þjónustu- og stuðningsstofnanir við samfélagið. Erfitt er að sjá að sú sýn fjármálaráðherrans fái staðist í ljósi þess að erlendir kröfuhafar eru á góðri leið með að eignast bankana einmitt fyrir tilverknað fjármálaráðherrans. Þessir erlendu kröfuhafar eru upp til hópa bankar og aðrir stórfiskar á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Vandséð er að þeir ætli sér að starfrækja „þjónustu- og stuðningsstofnanir" á Íslandi. Líklegra er að þeir ætli sér að græða peninga. Eða í það minnsta reyna það. Nú, þegar ríkissjóður er magur, þarf að gæta að hverri krónu sem greidd er út. Samning fjárlaga verður því erfið. Alls staðar þarf að spara og draga úr útgjöldum. Fyrir því mun hvert mannsbarn finna. Engu að síður vill flokksstjórn VG að ríkið verji milljörðum til að eignast hlut í HS orku. Líka grunnnet fjarskipta. Í ályktunum VG er ekki fjallað um hvort í staðinn eigi að skera niður í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Hvort spara eigi í löggæslu eða vegagerð. Gagnlegt hefði verið að útlistanir þar um hefðu fylgt ályktununum sem samþykktar voru á Hvolsvelli. Nema þær séu bara til heimabrúks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni að orð Bjarna Benediktssonar um að ríkisstjórnin verði að segja af sér, fallist Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvara Alþingis við Icesave-samningana, eru til heimabrúks í Valhöll. Þau þjónuðu ekki öðrum tilgangi en að vekja almennum sjálfstæðismönnum þá von í brjósti að ríkisstjórnin kynni að hrökklast frá á næstu vikum og að þeirra menn settust að völdum á ný. En hvað má segja um upphaf ræðu Steingríms sjálfs á flokksráðsfundi VG á Hvolsvelli á föstudag? Auðvitað var það ekki til annars en heimabrúks að segja enn og aftur að VG sé að hreinsa upp eftir tveggja áratuga óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Sá frasi virðist ætla að endast Steingrími lengi. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG vonaðist eftir breiðri samstöðu í þinginu um Icesave-málið. Þegar til kastanna kom var málið samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna einna. Hjáseta flestra þingmanna Sjálfstæðisflokksins var til heimabrúks. Það harma stjórnarliðar. Í október var kallað eftir breiðri þingsamstöðu um neyðarlögin. Þá sátu þingmenn VG hjá. Hvers vegna skyldi það nú hafa verið? Ræða Steingríms á Hvolsvelli var annars um margt ágæt. Hann benti á að fullt af fólki væri aflögufært og gæti aðstoðað aðra í kringum sig. Þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagserfiðleikum almennings er nauðsynlegt að hafa þetta í huga. Jafn nauðsynlegt er að stjórnvöld ígrundi öll úrræði vel. Sjálfsagt er að reyna að koma til móts við þá sem eiga í miklum vanda eftir efnahagshrunið og kölluðu hann ekki yfir sig með óvarlegum lántökum. Á hinn bóginn er ekki jafn sjálfsagt að fólk sem skuldsetti sig úr hófi fram njóti opinberrar fyrirgreiðslu til að geta haldið í hús og bíla. Það gengur ekki að menn skýli sér á bak við hrunið ef vandræðin koma því ekki við. Orð Steingríms um bankana eru hins vegar sérstök. Hann sagði þá skipta gríðarlegu máli, ekki sem fyrirtæki til þess að græða peninga heldur sem þjónustu- og stuðningsstofnanir við samfélagið. Erfitt er að sjá að sú sýn fjármálaráðherrans fái staðist í ljósi þess að erlendir kröfuhafar eru á góðri leið með að eignast bankana einmitt fyrir tilverknað fjármálaráðherrans. Þessir erlendu kröfuhafar eru upp til hópa bankar og aðrir stórfiskar á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Vandséð er að þeir ætli sér að starfrækja „þjónustu- og stuðningsstofnanir" á Íslandi. Líklegra er að þeir ætli sér að græða peninga. Eða í það minnsta reyna það. Nú, þegar ríkissjóður er magur, þarf að gæta að hverri krónu sem greidd er út. Samning fjárlaga verður því erfið. Alls staðar þarf að spara og draga úr útgjöldum. Fyrir því mun hvert mannsbarn finna. Engu að síður vill flokksstjórn VG að ríkið verji milljörðum til að eignast hlut í HS orku. Líka grunnnet fjarskipta. Í ályktunum VG er ekki fjallað um hvort í staðinn eigi að skera niður í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Hvort spara eigi í löggæslu eða vegagerð. Gagnlegt hefði verið að útlistanir þar um hefðu fylgt ályktununum sem samþykktar voru á Hvolsvelli. Nema þær séu bara til heimabrúks.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun