Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur á mörkuðum í dag 16. mars 2009 12:20 Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira