Lengra og betra líf Þorkell Sigurlaugsson skrifar 21. desember 2009 06:00 Flest okkar hafa áhuga á að lifa lengur og þá góðu lífi. Börn sem fæðast í þróuðum ríkjum þessi árin eiga góða möguleika á að verða 100 ára gömul ef ekkert óvænt eða alvarlegt kemur upp sem ógnar lífríki jarðarbúa. Þetta kemur fram í grein nokkurra vísindamanna í læknatímaritinu Lancet sem er eitt hið virtasta í heimi. Efni þessarar greinar, „Hærri lífaldur: áskoranir framtíðarinnar" („Ageing Population: The Challenges Ahead") er áhugavert og ætti að vera innlegg í pólitíska stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem annars staðar. Ef þetta verður þróunin mun það hafa gífurleg áhrif á næstu áratugum. Hærri lífaldur mun hafa áhrif á atvinnuþátttöku, rekstur heilbrigðiskerfa og verkefni í menntamálum, til dæmis þau er varða símenntun. Starfsævin mun lengjast, en þeim árum mun líka fjölga sem fólk er á svokölluðum eftirlaunum og það vill hafa áhyggjulaust og fjárhagslega sjálfstætt ævikvöld. Skilaboðin til okkar Íslendinga ættu að vera þau að mæta þessum breytingum með því að styrkja okkar velferðar- og menntakerfi og nýta það einnig til gjaldeyrisöflunar með þjónustu við útlendinga sem vilja sækja hingað til lands þekkingu eða þjónustu á þessu sviði. Jafnframt er ljóst að án öflugs atvinnulífs verður erfitt að veita sífellt eldri borgurum viðunandi lífskjör til æviloka. Tryggja þarf atvinnu fyrir alla og þá um leið að breyta því viðhorfi að fólk þurfi að fara á eftirlaun 67-70 ára. Einnig blasir við að enn frekar þarf að efla okkar góða lífeyrissjóðakerfi. Í hækkandi meðalaldri felast bæði tækifæri og ógnanir, en líklega miklu frekar tækifæri. Vel menntuð þjóð með öflugt velferðarkerfi er mun betur undir slíka þróun búin en þjóðir þar sem mennta- og heilbrigðiskerfið er vanþróað. Það er auk þess þannig hér á landi að þótt eldri borgarar vinni lengur, jafnvel til 70 eða 75 ára aldurs, er ekki sjálfgefið að þeir taki vinnu af þeim sem yngri eru. Eldri borgarar þurfa meiri heilbrigðisþjónustu, betri aðbúnað og endurhæfingu og þurfa að sjálfsögðu einnig að kaupa vöru og þjónustu sem skapar aukna atvinnu fyrir alla. Líkamlegir burðir og viðvera á vinnustað skiptir sífellt minna máli, en hugvit og þekking skapar aukin verðmæti. Betri fjarskipti og upplýsingatækni auðveldar fólki að stjórna sínum vinnutíma og vinnustað. Fyrir Íslendinga skiptir miklu máli að hlúa vel að uppeldi og aðbúnaði barna og unglinga. Áhersla á lýðheilsu, forvarnir og íþróttastarf ungmenna ásamt heilbrigðu líferni og heilsusamlegu fæði mun skipta miklu máli. Við höfum byggt upp samfélag þar sem mæður og feður, karlar og konur, njóta meira jafnréttis en víðast hvar og það er almennt ekki kynjamisrétti hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Það er mikill styrkur við endurreisn atvinnulífsins að allir geti verið virkir þátttakendur í því. Þrátt fyrir allt getum við lifað lengra og farsælla lífi en flestar aðrar þjóðir. En við þurfum að halda áfram að berjast fyrir rétti okkar, sjálfstæði og lífskjörum eins og við höfum þurft að gera í gegnum aldirnar. Sú barátta verður þyngri á næsta ári en oftast áður. Vonandi ber þjóðin gæfu til að standa saman í þeirri baráttu, en svo er því miður ekki um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Flest okkar hafa áhuga á að lifa lengur og þá góðu lífi. Börn sem fæðast í þróuðum ríkjum þessi árin eiga góða möguleika á að verða 100 ára gömul ef ekkert óvænt eða alvarlegt kemur upp sem ógnar lífríki jarðarbúa. Þetta kemur fram í grein nokkurra vísindamanna í læknatímaritinu Lancet sem er eitt hið virtasta í heimi. Efni þessarar greinar, „Hærri lífaldur: áskoranir framtíðarinnar" („Ageing Population: The Challenges Ahead") er áhugavert og ætti að vera innlegg í pólitíska stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem annars staðar. Ef þetta verður þróunin mun það hafa gífurleg áhrif á næstu áratugum. Hærri lífaldur mun hafa áhrif á atvinnuþátttöku, rekstur heilbrigðiskerfa og verkefni í menntamálum, til dæmis þau er varða símenntun. Starfsævin mun lengjast, en þeim árum mun líka fjölga sem fólk er á svokölluðum eftirlaunum og það vill hafa áhyggjulaust og fjárhagslega sjálfstætt ævikvöld. Skilaboðin til okkar Íslendinga ættu að vera þau að mæta þessum breytingum með því að styrkja okkar velferðar- og menntakerfi og nýta það einnig til gjaldeyrisöflunar með þjónustu við útlendinga sem vilja sækja hingað til lands þekkingu eða þjónustu á þessu sviði. Jafnframt er ljóst að án öflugs atvinnulífs verður erfitt að veita sífellt eldri borgurum viðunandi lífskjör til æviloka. Tryggja þarf atvinnu fyrir alla og þá um leið að breyta því viðhorfi að fólk þurfi að fara á eftirlaun 67-70 ára. Einnig blasir við að enn frekar þarf að efla okkar góða lífeyrissjóðakerfi. Í hækkandi meðalaldri felast bæði tækifæri og ógnanir, en líklega miklu frekar tækifæri. Vel menntuð þjóð með öflugt velferðarkerfi er mun betur undir slíka þróun búin en þjóðir þar sem mennta- og heilbrigðiskerfið er vanþróað. Það er auk þess þannig hér á landi að þótt eldri borgarar vinni lengur, jafnvel til 70 eða 75 ára aldurs, er ekki sjálfgefið að þeir taki vinnu af þeim sem yngri eru. Eldri borgarar þurfa meiri heilbrigðisþjónustu, betri aðbúnað og endurhæfingu og þurfa að sjálfsögðu einnig að kaupa vöru og þjónustu sem skapar aukna atvinnu fyrir alla. Líkamlegir burðir og viðvera á vinnustað skiptir sífellt minna máli, en hugvit og þekking skapar aukin verðmæti. Betri fjarskipti og upplýsingatækni auðveldar fólki að stjórna sínum vinnutíma og vinnustað. Fyrir Íslendinga skiptir miklu máli að hlúa vel að uppeldi og aðbúnaði barna og unglinga. Áhersla á lýðheilsu, forvarnir og íþróttastarf ungmenna ásamt heilbrigðu líferni og heilsusamlegu fæði mun skipta miklu máli. Við höfum byggt upp samfélag þar sem mæður og feður, karlar og konur, njóta meira jafnréttis en víðast hvar og það er almennt ekki kynjamisrétti hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Það er mikill styrkur við endurreisn atvinnulífsins að allir geti verið virkir þátttakendur í því. Þrátt fyrir allt getum við lifað lengra og farsælla lífi en flestar aðrar þjóðir. En við þurfum að halda áfram að berjast fyrir rétti okkar, sjálfstæði og lífskjörum eins og við höfum þurft að gera í gegnum aldirnar. Sú barátta verður þyngri á næsta ári en oftast áður. Vonandi ber þjóðin gæfu til að standa saman í þeirri baráttu, en svo er því miður ekki um þessar mundir.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun