Kovalainen stal senunni í Búdapest 24. júlí 2009 09:38 Bretinn Lewis Hamilton segir að McLaren bíllinn henti vel á brautina í Búdapest, en hann hefur ekki enn unnið sigur. mynd: AFP Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun
Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira