Viðskipti erlent

Fleiri uppsagnir hjá British Airways

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breska flugfélagið British Airways boðar uppsagnir enn á ný. Í þetta sinn var tilkynnt að 1.700 flugliðar, það er að segja starfsfólk í farþegarými, ættu von á bréfinu. Þetta er gert án nokkurs samráðs við Unite, stéttarfélag 14.000 flugliða British Airways, þrátt fyrir margra mánaða samningastapp á milli stéttarfélagsins og flugfélagsins. British Airways tapaði 401 milljón punda, jafnvirði tæpra 79 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjárhagsári og hefur leitað allra leiða til að draga úr kostnaði síðustu misseri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×