Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. mars 2009 00:01 Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum möguleikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. Mynd/Valli „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira