Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli nær 1.700 dollurum á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli náði 1.700 dollurum á tonnið á markaðinum í London í morgun, það er verðið í þriggja mánaða framvirkum samningum.

Leit þarf aftur til nóvember í fyrra til að finna sambærilegt verð en lægst fór verðið í tæpa 1.300 dollara í mars s.l. Hefur það síðan farið hækkandi.

Það eru einkum tölur um góðan hagvöxt í Kína á öðrum ársfjórðungi sem hækka álverðið þessa stundina. Auk þess eru flestir efnahagssérfræðingar í heiminum nú sammála um að það versta sé yfirstaðið í fjármálakreppunni og að hagkerfi heimsins muni smám saman byrja að rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×