Viðskipti erlent

Jóakim Danaprins umfangsmikill í sölu á jólatrjám

Jóakim Danaprins verður umfangsmikill í sölu jólatrjáa í ár eins og fyrri ár. Frá herragarði hans, Schackenborg verða seld 16.000 jólatré af tegundinni Normannsþynur.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að af þessum fjölda muni 2.500 tré verða send til Shanghai og Hong Kong en afgangurinn fer til Frakklands, Þýskalands og Sviss.

Tréin, sem eru 5-6 ára gömul, verða pökkuð í kæligáma og send frá Danmörku með fraktskipum. Aðeins um 5% þeirra verða seld í Danmörku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×