Viðskipti erlent

UBS-bankinn býður bætur vegna felureikninga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

UBS-bankinn í Sviss hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum um 780 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 89 milljarða króna, í bætur fyrir að skjóta peningum bandarískra skattgreiðenda undan þarlendum skattyfirvöldum.

Þetta býður UBS fram gegn því að bandarísk yfirvöld falli frá ákæru á hendur bankanum. Um er að ræða eignir allt að 20 þúsund Bandaríkjamanna, sem faldar eru á leynireikningum í bankanum, og er talið að heildarupphæðin sé nálægt 20 milljörðum dollara, eða tæplega 2.300 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×