Kjötkrókurinn Einar Már Jónsson skrifar 25. nóvember 2009 06:00 Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því." Loks endaði ég á miklum leikvangi, þar sem haldnar voru aðalræður hátíðarinnar. Ritstjóri blaðsins sagði að aldrei áður hefðu svo margir komið á þessa hátíð, eða sex hundruð þúsund manns. Ég leit í kringum mig og gat vel trúað þessu, enda var þetta einnig mat blaðamanna daginn eftir. Og mikill hugur virtist vera í mönnum. Eigi að síður fær franski kommúnistaflokkurinn ekki lengur nema fáein prósent í kosningum, álíka mikið og róttæklingahópar sem kommúnistar hæddust mjög að áður fyrr. Það bjargar flokknum frá hruni, enn sem komið er, að hann hvílir á rótgróinni hefð og hefur sterka stöðu sums staðar úti á landsbyggðinni. Annar stjórnmálaflokkur sem báglega er komið fyrir er franski sósíalistaflokkurinn. Þegar Ségolene Royal beið afhroð fyrir Sarkozy í síðustu forsetakosningum bjuggust flestir við því að hún myndi víkja til hliðar, en hún seildist eftir að ná kosningu sem formaður flokksins. Þetta fannst ýmsum miður og þeir buðu fram á móti henni aðra konu, Martine Aubry, sem hafði þann kost að vera sú eina sem andstæðingar Ségo-lene gátu komið sér saman um. Martine Aubry náði kjöri, en með örlitlum mun. Ségolene undi þessu hið versta og lét mikið á sér bera til að reyna að láta líta svo út að hún væri hinn raunverulegi formaður flokksins. Fyrir nokkru kom út bók þar sem því var haldið fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í formannskjörinu, og þá sté Ségolene fram með miklum hávaða, hún ásakaði Martine Aubry fyrir kosningasvindl og hótaði jafnvel málshöfðun. Martine Aubry svaraði ekki, en það gerðu „lautinantar" hennar svokallaðir, og sögðust hafa sannanir fyrir því að Ségolene hefði svindlað. Þá var umræðan í sósíalistaflokknum komin niður á planið: „Þú svindlaðir", „nei, það varst þú sjálf sem svindlaðir", og finnst mér ólíklegt að neðar sé hægt að komast. Nú nýlega héldu nokkrir sósíalistar fund með fulltrúum annarra vinstri flokka til að ræða samstarf; Ségolene var ekki boðið, en hún birtist fyrirvaralaust á staðnum með skara af papparössum á hælunum. Ætlunin var sú að hleypa fundinum upp og stela senunni. Hvort tveggja tókst. Og nú er allt í háalofti í flokknum. Fyrir franska þinginu liggur nú lagafrumvarp um að banna flengingar í landinu; einhver stakk upp á að leggja fram breytingartillögu: sósíalistar skyldu undanþegnir banninu. En það sér í iljar flokksmanna. En ræturnar að ógæfu flokksins liggja þó mun dýpra. Fyrir nokkru var haldinn fundur þar sem einn af leiðtogunum, Laurent Fabius, hélt hjartnæma ræðu um nauðsyn þess að berjast gegn frjálshyggjunni með kjafti og klóm. En um leið og hann lauk máli sínu gall í einhverjum: „Hvers vegna voru aðgerðir þínar í þinni eigin ráðherratíð alveg þveröfugar við það sem þú boðar nú?" Það sló þögn á salinn. Sósíalistar verða nú að borga fullu verði þá kúvendingu sína þegar þeir sneru ótrauðir inn á braut frjálshyggjunnar, gleyptu hana í rauninni með húð og hári; það voru þeirra „sögulegu svik" og nú eru þeir færri sem taka mark á flokknum. Og alls staðar eru vinstri flokkar í molum. En á meðan leikur Sarkozy lausum hala, m.a. hefur hann nú tekið sér fyrir hendur að hefna sín á þeim flokksbræðrum sínum sem reyndu að koma í veg fyrir að hann yrði forseti, sem sagt Chirac fyrrverandi forseta og Villepin fyrrverandi forsætisráðherra. Sá síðarnefndi var nýlega fyrir rétti og sá fyrrnefndi mun bráðum mæta fyrir rétt, báðir sakaðir um aðild að ýmsu svindilbraski. Sarkozy sagði um sakborninginn í fyrra málinu, sem sé Villepin, að hann myndi ekki láta staðar numið fyrr en búið væri að hengja hann á kjötkrók hjá slátrara. Dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp, en kjötkrókurinn bíður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því." Loks endaði ég á miklum leikvangi, þar sem haldnar voru aðalræður hátíðarinnar. Ritstjóri blaðsins sagði að aldrei áður hefðu svo margir komið á þessa hátíð, eða sex hundruð þúsund manns. Ég leit í kringum mig og gat vel trúað þessu, enda var þetta einnig mat blaðamanna daginn eftir. Og mikill hugur virtist vera í mönnum. Eigi að síður fær franski kommúnistaflokkurinn ekki lengur nema fáein prósent í kosningum, álíka mikið og róttæklingahópar sem kommúnistar hæddust mjög að áður fyrr. Það bjargar flokknum frá hruni, enn sem komið er, að hann hvílir á rótgróinni hefð og hefur sterka stöðu sums staðar úti á landsbyggðinni. Annar stjórnmálaflokkur sem báglega er komið fyrir er franski sósíalistaflokkurinn. Þegar Ségolene Royal beið afhroð fyrir Sarkozy í síðustu forsetakosningum bjuggust flestir við því að hún myndi víkja til hliðar, en hún seildist eftir að ná kosningu sem formaður flokksins. Þetta fannst ýmsum miður og þeir buðu fram á móti henni aðra konu, Martine Aubry, sem hafði þann kost að vera sú eina sem andstæðingar Ségo-lene gátu komið sér saman um. Martine Aubry náði kjöri, en með örlitlum mun. Ségolene undi þessu hið versta og lét mikið á sér bera til að reyna að láta líta svo út að hún væri hinn raunverulegi formaður flokksins. Fyrir nokkru kom út bók þar sem því var haldið fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í formannskjörinu, og þá sté Ségolene fram með miklum hávaða, hún ásakaði Martine Aubry fyrir kosningasvindl og hótaði jafnvel málshöfðun. Martine Aubry svaraði ekki, en það gerðu „lautinantar" hennar svokallaðir, og sögðust hafa sannanir fyrir því að Ségolene hefði svindlað. Þá var umræðan í sósíalistaflokknum komin niður á planið: „Þú svindlaðir", „nei, það varst þú sjálf sem svindlaðir", og finnst mér ólíklegt að neðar sé hægt að komast. Nú nýlega héldu nokkrir sósíalistar fund með fulltrúum annarra vinstri flokka til að ræða samstarf; Ségolene var ekki boðið, en hún birtist fyrirvaralaust á staðnum með skara af papparössum á hælunum. Ætlunin var sú að hleypa fundinum upp og stela senunni. Hvort tveggja tókst. Og nú er allt í háalofti í flokknum. Fyrir franska þinginu liggur nú lagafrumvarp um að banna flengingar í landinu; einhver stakk upp á að leggja fram breytingartillögu: sósíalistar skyldu undanþegnir banninu. En það sér í iljar flokksmanna. En ræturnar að ógæfu flokksins liggja þó mun dýpra. Fyrir nokkru var haldinn fundur þar sem einn af leiðtogunum, Laurent Fabius, hélt hjartnæma ræðu um nauðsyn þess að berjast gegn frjálshyggjunni með kjafti og klóm. En um leið og hann lauk máli sínu gall í einhverjum: „Hvers vegna voru aðgerðir þínar í þinni eigin ráðherratíð alveg þveröfugar við það sem þú boðar nú?" Það sló þögn á salinn. Sósíalistar verða nú að borga fullu verði þá kúvendingu sína þegar þeir sneru ótrauðir inn á braut frjálshyggjunnar, gleyptu hana í rauninni með húð og hári; það voru þeirra „sögulegu svik" og nú eru þeir færri sem taka mark á flokknum. Og alls staðar eru vinstri flokkar í molum. En á meðan leikur Sarkozy lausum hala, m.a. hefur hann nú tekið sér fyrir hendur að hefna sín á þeim flokksbræðrum sínum sem reyndu að koma í veg fyrir að hann yrði forseti, sem sagt Chirac fyrrverandi forseta og Villepin fyrrverandi forsætisráðherra. Sá síðarnefndi var nýlega fyrir rétti og sá fyrrnefndi mun bráðum mæta fyrir rétt, báðir sakaðir um aðild að ýmsu svindilbraski. Sarkozy sagði um sakborninginn í fyrra málinu, sem sé Villepin, að hann myndi ekki láta staðar numið fyrr en búið væri að hengja hann á kjötkrók hjá slátrara. Dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp, en kjötkrókurinn bíður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun