Margrét Lára: Það Þarf líka að vinna þessa leiki Ómar Þorgeirsson skrifar 17. september 2009 12:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Stefán Kvennalandslið Íslands mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Fyrirfram má áætla að íslenska liðið sé sterkara og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir kærkomið að fá þennan leik á þessum tímapunkti eftir að hafa mætta nokkrum af sterkustu þjóðum heims. Hún ítrekar ennfremur að íslenska liðið megi hvergi misstíga sig til þess að ná markmiði sínu að komast á lokakeppni Heimsmeistaramótsins. „Þetta leggst mjög vel í mig og þessi leikur er kærkomið verkefni fyrir okkur. Við vorum á EM og stóðum okkur að mörgu leyti vel en fengum engin stig og ég held að það sé tími til kominn að bæta úr því gegn Eistlandi. Á EM öðluðumst við hins vegar mikla reynslu eftir þrjá frábæra leiki og sýndum það jafnframt og sönnuðum að við eigum heima á stórmóti á meðal þeirra bestu. Það þarf hins vegar líka að vinna þessa leiki sem er fyrirfram er ætlast til að við vinnum og við getum sýnt það gegn Eistlandi að við séum nógu gott lið til þess. Við megum einfaldlega ekki misstíga okkur því ég sé ekkert annað lið en okkur sem getur skákað Frökkum í riðlinum. Það er því undir okkur komið að klára þessa leiki," segir Margrét Lára sem vonast til þess að sjá sem flesta á Laugardalsvelli. „Við fengum náttúrulega frábæran stuðning á EM en það er einhvern veginn þannig með Íslendinga að þegar þeir fara erlendis þá láta þeir oft meira í sér heyra og sleppa svona fram af sér beislinu en þeir myndu gera hérlendis. Ég vonast samt vitanlega til þess að sjá sem flesta á vellinum og hvet fólk til þess að mæta og losa svolítið um og láta í sér heyra og hafa gaman af," segir Margrét Lára að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Kvennalandslið Íslands mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Fyrirfram má áætla að íslenska liðið sé sterkara og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir kærkomið að fá þennan leik á þessum tímapunkti eftir að hafa mætta nokkrum af sterkustu þjóðum heims. Hún ítrekar ennfremur að íslenska liðið megi hvergi misstíga sig til þess að ná markmiði sínu að komast á lokakeppni Heimsmeistaramótsins. „Þetta leggst mjög vel í mig og þessi leikur er kærkomið verkefni fyrir okkur. Við vorum á EM og stóðum okkur að mörgu leyti vel en fengum engin stig og ég held að það sé tími til kominn að bæta úr því gegn Eistlandi. Á EM öðluðumst við hins vegar mikla reynslu eftir þrjá frábæra leiki og sýndum það jafnframt og sönnuðum að við eigum heima á stórmóti á meðal þeirra bestu. Það þarf hins vegar líka að vinna þessa leiki sem er fyrirfram er ætlast til að við vinnum og við getum sýnt það gegn Eistlandi að við séum nógu gott lið til þess. Við megum einfaldlega ekki misstíga okkur því ég sé ekkert annað lið en okkur sem getur skákað Frökkum í riðlinum. Það er því undir okkur komið að klára þessa leiki," segir Margrét Lára sem vonast til þess að sjá sem flesta á Laugardalsvelli. „Við fengum náttúrulega frábæran stuðning á EM en það er einhvern veginn þannig með Íslendinga að þegar þeir fara erlendis þá láta þeir oft meira í sér heyra og sleppa svona fram af sér beislinu en þeir myndu gera hérlendis. Ég vonast samt vitanlega til þess að sjá sem flesta á vellinum og hvet fólk til þess að mæta og losa svolítið um og láta í sér heyra og hafa gaman af," segir Margrét Lára að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira