NBA í nótt: Shaq vann Kobe Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2009 09:09 Shaq verst hér Kobe í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira