Frábærir leikmenn sem ég skil eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2009 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson og Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Valli Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því." Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því."
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira