Handbolti

Engin óvænt úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Preiss skoraði níu mörk fyrir Þjóðverja í kvöld.
Sebastian Preiss skoraði níu mörk fyrir Þjóðverja í kvöld. Nordic Photos / Bongarts
Fjöldi leikja í undankeppni EM 2010 fóru fram í kvöld. Lítið var þó um óvænt úrslit.

Svíar unnu fjögurra marka sigur á Svartfellingum á útivelli, 33-29. Svíar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og fjögurra stiga forystu á bæði Rúmeníu og Svartfjallaland.

Pólverjar hafa byrjað illa í riðlinum og eru aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki.

Króatía vann sigur á grönnum sínum í Slóvakíu í fjórða riðli, 30-26, á útivelli. Króatar töpuðu fyrir Ungverjum í haust og eru því með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Þá unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk, 25-23. Sigurinn var þó öruggari en tölurnar gefa til kynna en Þjóðverjar voru mest með átta marka forystu í síðari hálfleik, 20-12.

Þjóðverjar eru enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Hvít-Rússar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×