Viðskipti erlent

Danmörk siglir út úr kreppunni

Eftir nokkra ársfjórðunga í röð með neikvæðum hagvexti mældist loksins jákvæður hagvöxtur í Danmörku á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta eru óvæntar fréttir fyrir sérfræðinga sem töldu að hagvöxturinn myndi standa í stað á fjórðungnum.

Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur jókst landsframleiðsla landsins um 0,6% á þriðja ársfjórðungi. Bæði einka- og samneyslan jókst en samdráttur varð í fjárfestingum.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að sex sérfræðingar sem RB-Börsen hafði beðið um álit á þróun hagvaxtarins höfðu að meðaltali spáð 0,0% vexti. Þeir reikna með að á árinu í heild verði vöxturinn neikvæður um 5,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×