Viðskipti erlent

Segja West Ham selt í vikunni

Björgólfur Guðmundsson í stúkunni á Upton Park.
Björgólfur Guðmundsson í stúkunni á Upton Park.

Í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Daily Mirror segir að knattspyrnuliðið West Ham sé á leið til fjárfesta frá Asíu fyrir 90 milljónir punda. Þar segir að fjárfestarnir séu við það að ná samningum við Björgólf Guðmundsson sem er núverandi eigandi félagsins. Þar er jafnvel talað um að samningar gætu verið í höfn í vikunni.

Hinir hugsanlegu kaupendur eru taldir vera vellauðugir fjárfestar úr iðnaðargeiranum, sem hafi bolmagn til þess að kaupa félagið af Björgólfi.

Síðan er sagt frá því að íslendingarnir hafi komið á Upton Park, heimavöll félagsins, í nóvember 2006 eftir að hafa keypt félagið á 85 milljónir punda.

Sagt er að heimskreppan hafi haft mikil áhrif á Björgólf sem hafi vikið sem stjórnarformaður Landsbankans, næst stærsta banka Íslands, þegar ríkið tók bankanna yfir.

Orðrómur um að félagið sé til sölu hefur lengið verið í gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×