Handbolti

Guðríður Guðjónsdóttir aftur heim í Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðríður Guðjónsdóttir og Haraldur Bergsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, handsala hér samninginn.
Guðríður Guðjónsdóttir og Haraldur Bergsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, handsala hér samninginn. Mynd/Heimasíða Fram

Guðríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari Fram í N1 deild kvenna í handbolta en hún gegndi sömu stöðu hjá Val í vetur. Samningur Guðríðar til Fram er til tveggja ára.

Einar Jónsson verður áfram þjálfari Framliðsins en liðið hefur unnið silfur á Íslandsmótinu undanfarin tvö tímabil.

Guðríður er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Fram og markahæsti leikmaðurinn í sögu kvennaliðs félagsins.

„Framarar eru stoltir af því að fá Guðríði aftur á heimaslóðir, enda býr hún yfir mikilli reynslu og þekkingu á handboltanum," segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Fram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×