Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar 7. apríl 2009 15:39 Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð. Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.
Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira