Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar 7. apríl 2009 15:39 Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð. Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.
Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira