Button stal ráspólnum af Vettel 9. maí 2009 13:11 Jenson Button er fyrstur á ráslínu í þriðja skipti á árinu. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira