Þekkt úr John F. Kennedy og Onassis á uppboð 18. febrúar 2009 13:56 Úr sem áður var í eigu John F. Kennedy og síðar Aristotle Onassis verður sett á uppboð í London á næstunni. Reiknað er með að úrið, sem er gullúr af gerðinni Nastrix, muni seljast á allt að yfir 20 milljón kr.. John F. Kennedy fékk úrið upphaflega að gjöf árið 1963 er hann var forseti Bandaríkjanna. Gefandinn voru hjónin David og Evangeline Bruce, áhrifafólk í Washington á þessum tíma. Úrið er vatnsþétt og var Kennedy vanur að bera það er hann stakk sér til sunds í sundlaug Hvíta hússins. Eftir að Kennedy var myrtur fann einkaritari hans, Evelyn Lincoln, úrið í einni af skrifborðsskúffum forsetans og kom því í hendurnar á ekkju hans Jackie. Síðar er Jackie var orðin eiginkona Onassis gaf hún honum úr og hafði þá látið grafa í það stafina FALJ sem stóð fyrir For Ari Love Jackie. Þegar Onassis lést árið 1975 ákvað Jackie að gefa Evelyn Lincoln úrið. Evelyn aftur á móti kom úrinu í eigu Robert White sem er þekktur safnari gripa sem áður voru í eigu John F. Kennedy. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Úr sem áður var í eigu John F. Kennedy og síðar Aristotle Onassis verður sett á uppboð í London á næstunni. Reiknað er með að úrið, sem er gullúr af gerðinni Nastrix, muni seljast á allt að yfir 20 milljón kr.. John F. Kennedy fékk úrið upphaflega að gjöf árið 1963 er hann var forseti Bandaríkjanna. Gefandinn voru hjónin David og Evangeline Bruce, áhrifafólk í Washington á þessum tíma. Úrið er vatnsþétt og var Kennedy vanur að bera það er hann stakk sér til sunds í sundlaug Hvíta hússins. Eftir að Kennedy var myrtur fann einkaritari hans, Evelyn Lincoln, úrið í einni af skrifborðsskúffum forsetans og kom því í hendurnar á ekkju hans Jackie. Síðar er Jackie var orðin eiginkona Onassis gaf hún honum úr og hafði þá látið grafa í það stafina FALJ sem stóð fyrir For Ari Love Jackie. Þegar Onassis lést árið 1975 ákvað Jackie að gefa Evelyn Lincoln úrið. Evelyn aftur á móti kom úrinu í eigu Robert White sem er þekktur safnari gripa sem áður voru í eigu John F. Kennedy.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira