Viðskipti erlent

Notaði Glitnisbónusinn til að fjárfesta í gardínum

Sveinung Hartvedt fyrrum forstjóri Glitnir Securites í Noregi er hættur í bankageiranum og hefur notað myndarlegar launa- og bónusgreiðslur sínar frá Glitni í fyrra til þess að fjárfesta í fyritæki sem framleiðir gardínur.

Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að þegar Glitnir komst í þrot á síðasta ári hafi Hartvedt, ásamt öðrum starfsmönnum, keypt bankastarfsemina í Noregi. Nú hafi Hartvedt hoppað af vagninum til að reyna fyrir sér í viðskiptum.

Fram kemur að fyrir störf sín hjá Glitni árið 2008 hafi Hartvedt fengið 30 milljónir norskra kr. eða um 660 milljónir kr. í laun og bónusa. Nú hafi hann fjárfest fyrir 6,5 milljónir norska kr. í gardínufyrirtækinu Kid Interior.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×