Rosberg stal tímanum af Hamilton 5. júní 2009 08:52 Nico Rosberg á Williams var sneggstur um Istanbúl brautina í morgun. mynd: Getty Images Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur. Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu var með ellefta besta tíma, en ljóst er að keppinautar Brawn liðsins og Button verða að slá þeim við í móti helgarinnar. Annars stingur Button hreinlega af, en hann er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello sem einnig ekur fyrir Brawn. Sebastian Vettel er þeim næstur og sagði á blaðamannafundi að Red Bull yrði að svara fyrir sig um helgina. "Við gerðum mistök varðandi þjónustuáælanir í tveimur síðustu mótum og núna verðum við að standa okkur í stykkinu. Annars týnum við Button", sagði Vettel. Felipe Massa segir nánast vonlaust að hann geti slegist við Brawn menn, en hann hefur unnið mótið þrsivar í röð. Hann segist þó stefna á sigur í öllum mótum, en telur að stigaforskot Buttons sé illviðráðanlegt, enda er Button með 51 stig, en Massa 8. Sýnt verður frá æfingum í Istanbúl í dag á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. SJá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur. Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu var með ellefta besta tíma, en ljóst er að keppinautar Brawn liðsins og Button verða að slá þeim við í móti helgarinnar. Annars stingur Button hreinlega af, en hann er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello sem einnig ekur fyrir Brawn. Sebastian Vettel er þeim næstur og sagði á blaðamannafundi að Red Bull yrði að svara fyrir sig um helgina. "Við gerðum mistök varðandi þjónustuáælanir í tveimur síðustu mótum og núna verðum við að standa okkur í stykkinu. Annars týnum við Button", sagði Vettel. Felipe Massa segir nánast vonlaust að hann geti slegist við Brawn menn, en hann hefur unnið mótið þrsivar í röð. Hann segist þó stefna á sigur í öllum mótum, en telur að stigaforskot Buttons sé illviðráðanlegt, enda er Button með 51 stig, en Massa 8. Sýnt verður frá æfingum í Istanbúl í dag á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. SJá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira