Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 05:00 Álfheiður Ingadóttir „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar. Markaðir Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar.
Markaðir Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira