Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 05:00 Álfheiður Ingadóttir „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar. Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar.
Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira