Freyr Brynjarsson og Ramune Pekarskyte, leikmenn Hauka, voru kjörin bestu leikmenn 8.-14. umferða N1-deildar karla og kvenna.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var valinn besti þjálfarinn í karlaflokki og Atli Hilmarsson hjá Stjörnunni besti þjálfarinn í kvennaflokki.
Þá fékk FH verðlaun fyrir bestu umgjörðina hjá körlunum en Valur hjá konunum.
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fengu viðurkenningu sem bestu dómararnir.

Úrvalslið 8.-14. umferða í N1-deild karla:
Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.
Línumaður: Haraldur Þorvarðarson, Fram.
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum.
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val.
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram.
Miðjumaður: Valdimar Þórsson, HK.

Úrvalslið 8.-14. umferða í N1-deild kvenna:
Markvörður: Florentina Stanciu, Stjörnunni.Línumaður: Nína Björk Arnfinnsdóttir, Haukum.
Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val.
Hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum.
Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum.
Hægri skytta: Alina Petrache, Stjörnunni.
Miðjumaður: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH.