Handbolti

Ciudad Real og Kiel komust í undanúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson er kominn enn á ný í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Ólafur Stefánsson er kominn enn á ný í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Mynd/AFP

Íslendingaliðin Ciudad Real frá Spáni og Kiel frá Þýskalandi tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Ciudad tapaði með þriggja marka mun á útivelli fyrir Veszprém, 29-32, en hafði unnið fyrri leikinn með fimm marka mun á heimavelli, 29-24. Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk í leiknum.

Kiel vann fjögurra marka sigur á RK Zagreb, 31-27, á heimavelli en fyrri leiknum lauk með jafntefli í Króatíu, 28-28. Filip Jicha og Dominik Klein skoruðu báðir sex mörk fyrir Kiel.

Þýska liðið HSV Hamburg komst í undanúrslitin á föstudaginn og Rhein-Neckar Löwen á síðan á morgun möguleika á að verða þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitunum.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar mæta þá rússneska liðinu Medwedi og þurfa að vinna upp tveggja marka forskot úr fyrri leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×