Viðskipti erlent

Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum

Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun.

 

Ætlun Atlantic Petroleum er að afla 188 milljóna danskra kr., eða um 4,5 milljarða kr., með útboðinu og er því fjármagni ætlað að höggva í skuldir félagsins sem nema nú 470 milljónum danskra kr., að því er segir í frétt á börsen.dk.

 

Í útboðinu er núverandi hluthöfum boðið að kaupa hlutinn á 125 dkr. Hinsvegar stendur gengi hlutanna í Kaupmannahöfn í 235 dkr. eftir hækkanir morgunsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×