Varaði Georgíumenn við Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2009 18:45 Rússlandsforseti ræður nágrannaríkjum frá því að leggja upp í hernaðarævintýri gegn Rússlandi. Ummælin lét hann falla á viðamikilli hersýningu á Rauða torginu vegna þess að 64 ár eru í dag frá uppgjöf nasista fyrir bandamönnum í Seinni heimsstyrjöldinni. Loka Föðurlandsstríðsins eins og Rússar kalla það er minnst víða, þar á meðal hér á landi við minnismerkið Vonina í Fossvogskirkjugarði sem er til minningar um fallna þátttakendur í siglinum skipalesta yfir Atlantshafið í stríðinu. Í Mosvku var haldin hersýning á Rauða torginu sem var sögð umfangsmeiri en í fyrra. Er talið að Rússar hafi viljað sýna mátt sinn og megin enda hafi þeir boðað að búnaður hersins verði bættur og nútímavæddur. Í ræðu sinni sagði Rússlandsforseti að rússneski herinn myndi mæta hverri ógn. Fréttaskýrendur telja að hann hafi viljað senda skilaboð til Georgíumanna sem þeir börust við í fyrrasumar vegna sjálfsstjórnarhéraðsins Suður-Ossetíu. Medvedev segir sigurinn í Föðurlandsstríðinu sigur gegn fasisma, dýrmætan og mikilvægan lærdóm fyrir þjóðir heims. Þetta sé lærdómur sem þurfi einnig að huga að í dag þegar leiðtogar sumra ríkja grípi til ævintýralegs hernaðar. Er talið að þar hafi forsetinn átt við Georgíumenn og árás þeirra á Suður-Ossetíu sem varð kveikjan að stríðinu í fyrra. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Rússa og Georgíumanna. Ráðamenn í Tíblísí segja Rússa hafa stutt valdaránstilraun í Georgíu fyrr í vikunni. Rússar neita því. Medvedev hefur án efa aukið á deilurnar þegar hann sendi kveðjur í ræðu sinni til leiðtoga Suður-Ossetíu og Abkasíu. Ráðamenn sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Georgíu og Rússar stutt það. Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Rússlandsforseti ræður nágrannaríkjum frá því að leggja upp í hernaðarævintýri gegn Rússlandi. Ummælin lét hann falla á viðamikilli hersýningu á Rauða torginu vegna þess að 64 ár eru í dag frá uppgjöf nasista fyrir bandamönnum í Seinni heimsstyrjöldinni. Loka Föðurlandsstríðsins eins og Rússar kalla það er minnst víða, þar á meðal hér á landi við minnismerkið Vonina í Fossvogskirkjugarði sem er til minningar um fallna þátttakendur í siglinum skipalesta yfir Atlantshafið í stríðinu. Í Mosvku var haldin hersýning á Rauða torginu sem var sögð umfangsmeiri en í fyrra. Er talið að Rússar hafi viljað sýna mátt sinn og megin enda hafi þeir boðað að búnaður hersins verði bættur og nútímavæddur. Í ræðu sinni sagði Rússlandsforseti að rússneski herinn myndi mæta hverri ógn. Fréttaskýrendur telja að hann hafi viljað senda skilaboð til Georgíumanna sem þeir börust við í fyrrasumar vegna sjálfsstjórnarhéraðsins Suður-Ossetíu. Medvedev segir sigurinn í Föðurlandsstríðinu sigur gegn fasisma, dýrmætan og mikilvægan lærdóm fyrir þjóðir heims. Þetta sé lærdómur sem þurfi einnig að huga að í dag þegar leiðtogar sumra ríkja grípi til ævintýralegs hernaðar. Er talið að þar hafi forsetinn átt við Georgíumenn og árás þeirra á Suður-Ossetíu sem varð kveikjan að stríðinu í fyrra. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Rússa og Georgíumanna. Ráðamenn í Tíblísí segja Rússa hafa stutt valdaránstilraun í Georgíu fyrr í vikunni. Rússar neita því. Medvedev hefur án efa aukið á deilurnar þegar hann sendi kveðjur í ræðu sinni til leiðtoga Suður-Ossetíu og Abkasíu. Ráðamenn sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Georgíu og Rússar stutt það.
Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira