KFÍ og Haukar fóru upp Skallagrímsmenn í toppbaráttu 1. deildar karla eftir útisigra í kvöld. KFÍ situr í efsta sætinu þar sem liðið vann Hauka á dögunum og hefur því betri í innbyrðisviðureignum.
Craig Schoen var með 25 stig í 83-73 sigri KFÍ á ÍA á Akranesi en Pance Ilievski kom honum næstur með 19 stig. Hörður Nikulásson skoraði 27 stig fyrir Skagamenn sem eru í næstefsta sæti.
Óskar Magnússon og Helgi Björn Einarsson skoruðu báðir 17 stig fyrir Hauka sem unnu 81-68 sigur á Ármanni í Laugardalshöllinni. John Davis skoraði 17 stig og tók 15 fráköst fyrir Ármann. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð.
Valsmenn unnu 87-81 sigur á Þór Þorlákshöfn þar sem Byron Davis var með 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Val. Hörður Hreiðartsson var með 19 stig. Hjá heimamönnum í Þór var Guðni Erlendsson með 21 stig og Baldur Ragnarsson bætti við 15 stig og 7 stoðsendingum. Þetta var þriðji sigur Valsmanna í röð og kom þeim upp í 5. sætið.
Ísfirðingar aftur á toppinn í 1. deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
