Boston vann oddaleikinn á móti Chicago í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2009 11:00 Paul Pierce fagnar hér sigri Boston í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics vann Chicago Bulls 109-99 í oddaleik í Boston í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Meistarar Boston eru þar með komnir áfram í undanúrslit Austurdeildarinnar þar sem þeir mætir Orlando Magic. Fyrsti leikur liðanna er strax á mánudagskvöldið. Frábær endakafli Boston í fyrri hálfleik kom þeim 14 stigum yfir í hálfleik og Chicago liðið náði aldrei að brúa það bil þótt að það hafi komið muninum niður í þrjú stig í lokin. Boston hitti síðan úr öllum ellefu vítaskotum sínum síðustu tvær mínútur leiksins og landaði langþráðum sigri. Ray Allen var með 23 stig fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 20 stig. Það voru fleiri að standa sig hjá Boston, Kendrick Perkins var með 14 stig og 13 fráköst, Rajon Rondo gaf 11 stoðsendingar og Eddie House hitti úr öllum fimm skotum sínum og skoraði sextán stig. Þá var Glen Davis með 15 stig. „Ég sé ekki frábæra seríu, ég sé erfiða seríu," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Það eina sem skiptir þjálfarann máli er að vinna einvígið," bætti Rivers við. Ben Gordon var með 33 stig fyrir Bulls-liðið þar af 17 þeirra í fyrsta leikhluta sem Chicago vann 27-23 eftir að hafa komist mest níu stigum yfir. Kirk Hinrich skoraði 14 af 16 stigum sínum í fjórða leikhluta. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 18 stig fyrir Chicago en hann var "aðeins" með 12,87 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í fjórum tapleikjum Chicago í einvíginu. „Þetta var langt og lýjandi einvígi. Þetta var ein erfiðasta andlega sería í úrslitakeppni sem ég hef tekið þátt í. Sem betur fer höfðum við reynslu af svona baráttueinvígum og tókst að klára þetta. Við erum enn meistarar þangað til að einhver slær okkur út," sagði Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Boston Celtics vann Chicago Bulls 109-99 í oddaleik í Boston í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Meistarar Boston eru þar með komnir áfram í undanúrslit Austurdeildarinnar þar sem þeir mætir Orlando Magic. Fyrsti leikur liðanna er strax á mánudagskvöldið. Frábær endakafli Boston í fyrri hálfleik kom þeim 14 stigum yfir í hálfleik og Chicago liðið náði aldrei að brúa það bil þótt að það hafi komið muninum niður í þrjú stig í lokin. Boston hitti síðan úr öllum ellefu vítaskotum sínum síðustu tvær mínútur leiksins og landaði langþráðum sigri. Ray Allen var með 23 stig fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 20 stig. Það voru fleiri að standa sig hjá Boston, Kendrick Perkins var með 14 stig og 13 fráköst, Rajon Rondo gaf 11 stoðsendingar og Eddie House hitti úr öllum fimm skotum sínum og skoraði sextán stig. Þá var Glen Davis með 15 stig. „Ég sé ekki frábæra seríu, ég sé erfiða seríu," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Það eina sem skiptir þjálfarann máli er að vinna einvígið," bætti Rivers við. Ben Gordon var með 33 stig fyrir Bulls-liðið þar af 17 þeirra í fyrsta leikhluta sem Chicago vann 27-23 eftir að hafa komist mest níu stigum yfir. Kirk Hinrich skoraði 14 af 16 stigum sínum í fjórða leikhluta. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 18 stig fyrir Chicago en hann var "aðeins" með 12,87 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í fjórum tapleikjum Chicago í einvíginu. „Þetta var langt og lýjandi einvígi. Þetta var ein erfiðasta andlega sería í úrslitakeppni sem ég hef tekið þátt í. Sem betur fer höfðum við reynslu af svona baráttueinvígum og tókst að klára þetta. Við erum enn meistarar þangað til að einhver slær okkur út," sagði Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira