Formúla 1

Badoer vill sanna sig með Ferrari

Kimi Raikkönen og Luca Badoer ræða málin, en Badoer ekur í stað Felipe Massa.
Kimi Raikkönen og Luca Badoer ræða málin, en Badoer ekur í stað Felipe Massa.

Ítalinn Luca Baoder var skotspónn margra eftir kappaksturinn í Valencia í síðustu helgi, en hann lauk keppni í síðasta sæti, en hann tók sæti Felipe Massa. Hann keppir á Spa brautinni í Belgíu tímatölkum í dag.

"Markmið mitt er að komast í aðra umferð tímatökunnar, verða meðal 15 fremstu. Það rigndi á okkur í gær og ég tel að ég hafi gert góða hluti. Ég tapaði þó miklum æfingatíma vegna rigningarinnar, sem kom sér illa", sagði Badoer.

Mikil pressa er á honum þar sem Ferrari vill sjá árangur í þessu móti, annars verður skipt um ökumann fyrir síðustu mótin.

"Ég þarf að keyra sem mest og fá æfingu. Ég var að læra á bílinn í Valencia, en ég veit ég þarf að standa mig á Spa og þekki þá braut mun betur", sagði Badoer.

Hann var tveimur sekúndum frá fyrsta bíl á æfingum í gær, en þess ber að geta að brautin er óvenju löng, eða 7 km. Bein útsending er frá tímatökunni á Spa á Stöð 2 Sport kl. 11:45.

Sjá brautarlýsingu frá Spa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×