Handbolti

Þjálfar "Faxi" Guðjón Val og Ólaf Stefánsson?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Staffan Olsson var kallaður Faxi á Íslandi.
Staffan Olsson var kallaður Faxi á Íslandi. Mynd/AFP

Þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen er enn að leita sér að þjálfara og nú er nafn Svíans Staffans Olsson komið upp á borðið sem næsti þjálfari liðsins. Staffan hefur gert góða hluti sem þjálfari Hammarby og nú síðast sænska landsliðsins.

Samkvæmt frétt Dagens Nyheter þá var Staffan fyrst hugsaður sem aðstoðarmaður Noka Serdarucic sem Rhein-Neckar Löwen var að reyna að fá sem þjálfara liðsins en eftir að það gekk ekki eftir þá Faxi orðinn fyrsti kostur sem þjálfari.

Staffan Olsson skoraði 855 mörk í 358 leikjum fyrir sænska landsliðið frá árunum 1984-2002 og varð tvisvar Heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari. Hann varð einnig þrisvar sinnum þýskur meistari með THW Kiel á meðan að hann spilaði þar 1996-2006.

Steffan hefur gert Hammarby að sænskum meisturum undanfarin þrjú tímabil en fyrsta árið var hann spilandi þjálfari.

"Ég er ekkert búinn að hugsa þetta en þetta eitt af mest spennandi liðum sem maður getur þjálfað í Evrópu," segir Staffan við DN en hann vildi ekki ræða málið frekar.

Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu fyrsta ári með Rhein-Neckar Löwen og Ólafur Stefánsson mun ganga til liðs við þýska liðið í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×