Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi 1. nóvember 2009 09:06 Fremstu menn á ráslínu í dag. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Mark Webber. Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira