Handbolti

Fram spáð Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fram og Stjarnan hafa eldað saman grátt silfur síðustu ár í kvennaboltanum.
Fram og Stjarnan hafa eldað saman grátt silfur síðustu ár í kvennaboltanum. Mynd/Anton

Nú í hádeginu var spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða N1-deildar kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil kunngjörð. Samkvæmt spánni munu Framstúlkur nú vinna titilinn en Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar er spáð öðru sætinu.

„Þetta hlýtur að vera í fyrsta skiptið í einhver tuttugu ár sem Fram er spáð efsta sætinu í kvennaboltanum," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, á léttum nótum í samtali við Vísi. „Nei, svona án gríns þá held ég að þetta verði mjög jafnt á toppnum en við stefnum náttúrulega á að vinna þetta og því lítum við á þessa spá sem jákvæða pressu," sagði Einar.

Spá N1-deildar kvenna í heild sinni:

1. Fram, 253 stig

2. Stjarnan, 247 -

3. Valur, 213 -

4. Haukar, 201 -

5. Fylkir, 160 -

6. FH, 127 -

7. HK, 102 -

8. KA/Þór, 96 -

9. Víkingur, 59 -

*Mest var hægt að fá 270 stig








Fleiri fréttir

Sjá meira


×