Kovalainen: Harður slagur í tímatökum 6. júní 2009 06:04 Heikki Kovalainen frá Finnlandi ekur hjá McLaren við hlið Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær. Lokaæfing keppnisliða er kl. 07.55 og er einnig sýnd beint. Gengi Kovalainen til þessa hefur ekki verið upp á´marga fiska, hann hefur fallið úr leik í fjórum mótum af sex, en tók til hendinni ´gær og var fljótastur. Þjóðverjinn Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingur af tveimur, en Kovalainen á þeirri síðari. Munaði aðeins 0.7 sekúndum á fyrstu sextan bílunum á æfingunum og nýjar keppnisreglur eru að skila mikilli samkeppni og jafnræði. "Það sem mestu máli skiptir er að McLaren bíllinn er í góðu standi og við erum með betri bíl en áður. Það verður mjög harður slagur að komast í 10 manna úrslit og berjast um ráspólinn, fremsta stað á ráslínu. En það er mikið ánægjuefni að við höfum bætt bílinn", sagði Kovalainen. Forystumaðurinn í stigamótinu, Jenson Button var ekki meðal tíu fremstu í gær, en hann er með 16 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur í 5 af 6 mótum ársins.Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær. Lokaæfing keppnisliða er kl. 07.55 og er einnig sýnd beint. Gengi Kovalainen til þessa hefur ekki verið upp á´marga fiska, hann hefur fallið úr leik í fjórum mótum af sex, en tók til hendinni ´gær og var fljótastur. Þjóðverjinn Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingur af tveimur, en Kovalainen á þeirri síðari. Munaði aðeins 0.7 sekúndum á fyrstu sextan bílunum á æfingunum og nýjar keppnisreglur eru að skila mikilli samkeppni og jafnræði. "Það sem mestu máli skiptir er að McLaren bíllinn er í góðu standi og við erum með betri bíl en áður. Það verður mjög harður slagur að komast í 10 manna úrslit og berjast um ráspólinn, fremsta stað á ráslínu. En það er mikið ánægjuefni að við höfum bætt bílinn", sagði Kovalainen. Forystumaðurinn í stigamótinu, Jenson Button var ekki meðal tíu fremstu í gær, en hann er með 16 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur í 5 af 6 mótum ársins.Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira