Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga 18. febrúar 2009 10:48 Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent