Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs 13. júlí 2009 14:02 Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira