Viðskipti erlent

Belgíski bankinn KBC tapaði 32 milljörðum kr. á Íslandi

Belgíski bankinn og tryggingarfélagið KBC tapaði 200 milljónum evra, eða tæplega 32 milljörðum kr. á íslensku bönkunum í fyrra.

Í frétt um málið nam tap bankans á fjórða ársfjórðungi ársins alls um 2,6 milljörðum evra og hefur bankinn því neyðst til að leita ásjár stjórnvalda í Belgíu.

Belgísk stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita bankanum aðstoð upp á 2 milljarða evra eða tæplega 320 milljarða kr. í formi aukins eiginfjár. Þar að auki fær bankinn aðgang að lánalínu upp á 1,5 milljarð evra.

Við þessar fregnir hækkuðu hlutir í bankanum um 40% fyrr í vikunni í kauphöllinni í Belgíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×