Button: Sætasti sigurinn á árinu 26. apríl 2009 15:21 Jenson Button fagnaði þriðja sigrinum í fjórum mótum. mynd: getty images Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira