Svo algjörlega úr takti við rest Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 26. ágúst 2009 06:00 Enn er ógjörningur að meta það fjárhagslega tjón sem hlaust af falli bankanna fyrir rúmum tíu mánuðum. Við vitum að gríðarlegir fjármunir töpuðust en í stóra samhenginu skiptir ekki öllu máli hve miklir nákvæmlega. Einhverjir munu samt dunda sér við það í framtíðinni að reikna dæmið til enda og þegar niðurstaðan liggur fyrir mun hún eflaust verða heimsmet. Hitt er víst að að lífsgæði Íslendinga snarminnkuðu á einni nóttu. Fljótlega eftir hrunið vaknaði nokkuð víðtækur skilningur í samfélaginu á gjörbreyttri stöðu. Atvinnurekendur sáu fram á minnkandi umsvif fyrirtækjanna og nauðsyn stórfelldrar hagræðingar í rekstri. Það þurfti að draga úr öllum kostnaði. Víða voru laun yfir tilteknu lágmarki lækkuð. Tíu til tuttugu prósenta launalækkanir voru algengar. Sums staðar var starfshlutfall líka lækkað. Með því lækkuðu launin enn meir. Hér er ekki vikið að þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna. Þeirra hlutskipti er efni í sérstakan pistil. Launalækkanirnar náðu ekki aðeins til svokallaðs almennings. Stjórnmálamenn lækkuðu við sig launin og létu það sama ganga yfir embættismenn. Um leið var dregið úr hlunnindum sem fólk hafði notið í gegnum árin. En skyldi þetta ná til allra? Erum við öll á sama báti í þessum efnum? Nei. Við fall bankanna og hrun efnahagskerfisins opnuðust matar-holur sem þar til bærir sérfræðingar nærast nú á af elju og kappi. Þar er ekkert slegið af. Einhver hæstu laun sem greidd eru í samfélaginu í dag eru fyrir setu í skilanefnd banka. Sömu skilanefndir hafa svo tugi manna í vinnu og greiða þeim vænar summur fyrir. Margir sem í hlut eiga eru fyrrverandi starfsmenn bankanna. Þau verk sem þar eru unnin eru mikilvæg. Úr því skal ekki dregið. En er ósanngjarnt að þeir sem tóku þau verk að sér deili kjörum með okkur hinum? Bent hefur verið á að kostnaður vegna starfa skilanefnda falli á kröfuhafa en verði ekki sóttur í vasa skattgreiðenda. En það skiptir engu máli. Það er fáránlegt að þeir verkamenn sem völdust til hreinsunarstarfa í rústum bankanna séu á launatöxtum ættuðum úr þeim sömu rústum. Þar sem skólarnir byrjuðu í vikunni og skólaárið hófst með tilkynningu til barna og foreldra um að skólastarf skerðist frá því sem var í fyrra er við hæfi að benda á að skilanefndarmenn fá um tíföld kennaralaun á mánuði. 250 milljóna króna reikningurinn frægi fyrir innheimtu var sama marki brenndur. Algjörlega úr takti. Hvers vegna eiga nokkrir lögmenn úti í bæ að fá slíka greiðslu fyrir hefðbundna dagvinnu? Sérfræðingar með sterka siðgæðisvitund eru kærkomnir á tímum sem þessum. Það eru ekki miklir menn sem ætla að efnast á hruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Enn er ógjörningur að meta það fjárhagslega tjón sem hlaust af falli bankanna fyrir rúmum tíu mánuðum. Við vitum að gríðarlegir fjármunir töpuðust en í stóra samhenginu skiptir ekki öllu máli hve miklir nákvæmlega. Einhverjir munu samt dunda sér við það í framtíðinni að reikna dæmið til enda og þegar niðurstaðan liggur fyrir mun hún eflaust verða heimsmet. Hitt er víst að að lífsgæði Íslendinga snarminnkuðu á einni nóttu. Fljótlega eftir hrunið vaknaði nokkuð víðtækur skilningur í samfélaginu á gjörbreyttri stöðu. Atvinnurekendur sáu fram á minnkandi umsvif fyrirtækjanna og nauðsyn stórfelldrar hagræðingar í rekstri. Það þurfti að draga úr öllum kostnaði. Víða voru laun yfir tilteknu lágmarki lækkuð. Tíu til tuttugu prósenta launalækkanir voru algengar. Sums staðar var starfshlutfall líka lækkað. Með því lækkuðu launin enn meir. Hér er ekki vikið að þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna. Þeirra hlutskipti er efni í sérstakan pistil. Launalækkanirnar náðu ekki aðeins til svokallaðs almennings. Stjórnmálamenn lækkuðu við sig launin og létu það sama ganga yfir embættismenn. Um leið var dregið úr hlunnindum sem fólk hafði notið í gegnum árin. En skyldi þetta ná til allra? Erum við öll á sama báti í þessum efnum? Nei. Við fall bankanna og hrun efnahagskerfisins opnuðust matar-holur sem þar til bærir sérfræðingar nærast nú á af elju og kappi. Þar er ekkert slegið af. Einhver hæstu laun sem greidd eru í samfélaginu í dag eru fyrir setu í skilanefnd banka. Sömu skilanefndir hafa svo tugi manna í vinnu og greiða þeim vænar summur fyrir. Margir sem í hlut eiga eru fyrrverandi starfsmenn bankanna. Þau verk sem þar eru unnin eru mikilvæg. Úr því skal ekki dregið. En er ósanngjarnt að þeir sem tóku þau verk að sér deili kjörum með okkur hinum? Bent hefur verið á að kostnaður vegna starfa skilanefnda falli á kröfuhafa en verði ekki sóttur í vasa skattgreiðenda. En það skiptir engu máli. Það er fáránlegt að þeir verkamenn sem völdust til hreinsunarstarfa í rústum bankanna séu á launatöxtum ættuðum úr þeim sömu rústum. Þar sem skólarnir byrjuðu í vikunni og skólaárið hófst með tilkynningu til barna og foreldra um að skólastarf skerðist frá því sem var í fyrra er við hæfi að benda á að skilanefndarmenn fá um tíföld kennaralaun á mánuði. 250 milljóna króna reikningurinn frægi fyrir innheimtu var sama marki brenndur. Algjörlega úr takti. Hvers vegna eiga nokkrir lögmenn úti í bæ að fá slíka greiðslu fyrir hefðbundna dagvinnu? Sérfræðingar með sterka siðgæðisvitund eru kærkomnir á tímum sem þessum. Það eru ekki miklir menn sem ætla að efnast á hruninu.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun