Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi 5. febrúar 2009 09:52 Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira