Viðskipti erlent

T-Rex eðlan Samson sett á uppboð

Reiknað er með að beinagrind af Tyrannosaurus Rex eðlu muni fara á tæpar 5 milljónir dollara eða rúmlega 600 milljónir kr. á uppboði í Las Vegas í næsta mánuði.

 

Um er að ræða 66 milljón ára gamla beinagrind af kvennkynseðlu sem ber nafnið Samson. Hún er 5 metar á hæð og nær 13 metar á lengd og því ein af stærstu T-Rex eðlum sem hafa fundist í heiminum.

 

Sérfræðingar hafa þegar komið beinagrindinni fyrir í Venetian hótelinu í Las Vegas svo áhugasamir kaupendur geta skoðað gripinn fram að uppboðinu sem haldið verður þann 3. október.

 

Thomas Lindgren forstjóri Náttúrugripadeilar uppboðshaldarans Bonhams & Butterfields segir að gífurlegur áhugi sé fyrir uppboðinu. „Þótt við vitum ekki hver hinn heppni kaupandi verður vonum við að einhver söfn eða stofnanir eignist þennan grip," segir Lindgren í umfjöllun um málið á ananova.com.

 

Samson fannst í Suður Dakóta í bandaríkjunum árið 1987 og var grafin upp árið 1992. Ekki er getið um hver sé núverandi eigandi Samson í fréttinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×