Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni 15. september 2009 10:15 Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira