Viðskipti erlent

FME í Noregi hefur áhyggjur af Storebrand

Fjármálaeftirlitið í Noregi hefur áhyggjur af lausafjárstöðu tryggingarrisans Storebrand. Það eru kaupin á sænska líftryggingarfélaginu SSP ásamt fjármálakreppunni sem valda þessum áhyggjum hjá eftirlitinu að því er segir í nýútkominni skýrslu frá því.

Skilanefnd Kaupþings heldur enn um 5,5% hlut í félaginu og er annar stærsti eigandi Storebrand. Exista var áður með stórann eigarhlut í Storebrand, en seldi hann með gífurlegu tapi s.l. vetur.

Dagens Næringsliv ræðir við Björn Skogstad forstjóra fjármálaeftirlitsins um málið. Hann segir það krefjandi þegar tryggingarfélag yfirtaki annað tryggingarfélag í öðru landi þar sem allt annað regluverk sé um slíka starfsemi. „Og það að slíkt gerist í miðri fjármálakreppu segir málið enn meira krefjandi," segir Skogstad. „Þess vegna höfum við fylgst náið með kaupum Storebrand."

Frá því mars hefur Storebrand selt mikið af skuldabréfum til að koma lagi á lausafjárstöðuna.

Egil Thompson fjölmiðafulltrúi Storebrand segir við Dagens Industri að þeir upplifi ekki að staða félagsins sé alvarleg. „Við munum gæta okkar á því að fylgja náið eftir öllum ábendingum frá fjármálaeftirlitinu," segir Thompson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×