Handbolti

Strákarnir mæta Spánverjum á mótinu í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson fékk harða meðhöndlun á móti Spáni á Ólympíuleikunum.
Guðjón Valur Sigurðsson fékk harða meðhöndlun á móti Spáni á Ólympíuleikunum. Mynd/AFP
Íslenska handboltalandsliðið mun taka þátt í hraðmóti í Frakklandi rétt fyrir EM í Austurríki sem hefst í janúar. Það er nú búið að raða upp mótinu sem fram fer 16. og 17. janúar.

Ísland mætir Spáni í undanúrslitaleiknum en í hinum leiknum mætast Frakkland og Brasilíu. Sigurvegarar leikjann spila síðan til úrslita daginn eftir en tapliðin mætast í leiknum um þriðja sætið.

Ísland spilar síðan sinn fyrsta leik á EM á móti Serbíu tveimur dögum síðar eða 19. janúar. Austurríki og Danmörk eru einnig með íslenska liðinu í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×