„Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“ 6. apríl 2009 15:49 Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. MYND/ Valgarður Gíslason Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi opnar sig um ágengan eltihrelli: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi opnar sig um ágengan eltihrelli: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36
Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45