NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2009 11:00 Tim Duncan var hetja San Antonio í nótt. Mynd/AP Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta. NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira