KR aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2009 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Arnþór Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira