KR aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2009 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Arnþór Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira